fim 08. nóvember 2018 08:06
Magnús Már Einarsson
Dani á óskalista Manchester United
Powerade
Joachim Andersen er orðaður við Manchester United.
Joachim Andersen er orðaður við Manchester United.
Mynd: Getty Images
Manchester United ætlar að framlengja við Martial.
Manchester United ætlar að framlengja við Martial.
Mynd: Getty Images
Ensku slúðurblöðin eru í stuði í dag. Kíkjum á allt helsta slúður dagsins.



Antonio Conte hefur hafnað því að hitta forráðamenn Chelsea en hann ætlar að fara til dómsstóla og krefjast skaðabóta eftir brottrekstur sinn í sumar. (Sky Sports)

Manchester United ætlar að bjóða Anthony Martial (22) nýjan fimm ára samning upp á 190 þúsund pund í laun á viku. (Sun)

Scott Parker gæti tekið tímabundið við sem stjóri Fulham ef Slavisa Jokanovic verður rekinn. Parker er í dag í þjálfaraliði Fulham. (Telegraph)

Chelsea og Bayern Munchen hafa áhuga á Nabil Fekir (25) leikmanni Yon en hann vill fara frá franska félaginu næsta sumar. (Star)

Fernando Llorente (33) framherji Tottenham segist hafa áhuga á að snúa aftur til Spánar. Llorente fær lítið að spila hjá Tottenham. (London Evening Standard)

Manchester United hefur áhuga á Joachim Andersen (22) varnarmanni Sampdoria. (Mirror)

Javi Gracia, stjóri Watford, hefur samþykkt nýjan þriggja ára samning en fyrri samningur hans við félagið er út tímabilið. (Times)

Mexíkó er að ráða Quique Sanchez Flores, fyrrum stjóra Watford, sem landsliðsþjálfara. (ESPN)

Southampton er að undirbúa 15 milljóna punda tilboð í japanska framherjann Shoya Nakajima (24) en hann spilar með Portimonense. (Talksport)

Nicolas Pepe (23) kantmaður Lille er ánægðr með að vera orðaður við Arsenal og fleiri félög en hann segist ekki vera farinn að skipuleggja hvað gerist næsta sumar. (London Evening Standard)

Forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar eru mjög pirraðir á að Tottenham spili á Wembley á meðan framkvæmdir við nýjan heimavöll félagsins tefjast. (Telegraph)

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, hélt fund með leikmönnum sínum á æfingasvæðinu í gær eftir tapið gegn Rauðu Stjörnunni í fyrradag. Liverpool hefur einungis unnið þrjá af síðustu níu leikjum sínum. (Guardian)

Hirving Lozano (23) framherji PSV Eindhoven vill fara í ensku úrvalsdeildina einn daginn. (ESPN)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner