fim 08. nóvember 2018 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Vestri 
Elmar og Pétur æfa með liði Andra Rúnars
Elmar Atli Garðarsson, fyrirliði Vestra.
Elmar Atli Garðarsson, fyrirliði Vestra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hinir efnilegu Elmar Atli Garðarsson og Pétur Bjarnason, leikmenn Vestra í 2. deild, eru þessa daganna í Svíþjóð þar sem þeir æfa með Helsingborg.

Þeir fóru út síðastliðinn sunnudag og munu vera úti í um viku.

Andri Rúnar Bjarnason er á mála hjá Helsingborg en það var fyrir hans tilstuðlan að Elmar og Pétur fóru út. Andri Rúnar er uppalinn á Vestfjörðum og spilaði hann lengi vel með BÍ/Bolungarvík áður en hann sló í gegn með Grindavík og fór í atvinnumennsku.

Helsingborg er í sænsku B-deildinni en liðið er búið að tryggja sér sæti í úrvalsdeild. Andri er markahæsti leikmaður sænsku B-deildarinnar með 14 mörk í 26 leikjum.

Elmar og Pétur eru báðir lykilmenn í liði Vestra sem hafnaði í þriðja sæti 2. deildarinnar í sumar. Elmar og Pétur voru báðir í liði ársins hér á Fótbolta.net.

„Elmar og Pétur, sem fengu verðskuldaða athygli eftir frábæra spilamennsku í sumar, voru báðir í liði ársins hjá fotbolti.net og mun þess reynsla klárlega nýtast þeim á komandi tímabili, enda ekki á hverjum degi sem þú færð að æfa í viku með einum af flottari klúbbum Skandinavíu," segir á heimasíðu Vestra.
Athugasemdir
banner
banner
banner