Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fim 08. nóvember 2018 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Emery vonast til að geta notað Koscielny eftir landsleikjahléið
Laurent Koscielny og Unai Emery heilsast.
Laurent Koscielny og Unai Emery heilsast.
Mynd: Getty Images
Unai Emery, knattspyrnustjóri Arsenal, hefur greint frá því að varnamaðurinn Laurent Koscielny gæti mögulega snúið aftur á fótboltavöllinn eftir landsleikjahlé seint í þessum mánuði.

Koscielny hefur verið fjarri góðu gamni eftir að hann sleit hásin gegn Atletico Madrid í Evrópudeildinni í apríl.

Hann hefur verið að æfa með liðsfélögum sínum og gæti byrjað að spila aftur þegar landsleikjahléinu er lokið seint í nóvember.

„Hann er að færast nær því að geta spilað aftur. Við erum ánægðir með hann, honum líður," sagði Emery.

„Hann er betri á hverjum degi. Við munum taka stöðuna eftir landsleikjahléið."

Koscielny er fyrirliði Arsenal og það verður gott fyrir liðið að fá hann aftur í hjarta varnarinnar.

Arsenal mætir Sporting Lissabon í Evrópudeildinni í dag og getur með sigri tryggt sér farseðilinn í 32-liða úrslit.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner