fim 08. nóvember 2018 22:12
Brynjar Ingi Erluson
Evrópudeildin: Markalaust á Emirates - Hannes hélt hreinu
Úr leik Arsenal og Sporting í kvöld
Úr leik Arsenal og Sporting í kvöld
Mynd: Getty Images
Hannes Þór Halldórsson hélt hreinu
Hannes Þór Halldórsson hélt hreinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Síðustu leikjum kvöldsins í 4. umferð í riðlakeppni Evrópudeildarinnar lauk nú rétt í þessu en Arsenal gerði markalaust jafntefli við Sporting.

Arsenal og Sporting hafa verið að berjast um toppsætið í E-riðli en liðin mættust á Emirates í kvöld. Það var mikið högg er Danny Welbeck var borinn af velli eftir hálftímaleik en óttast er að hann sé ökklabrotinn eftir slæma lendingu.

Heimamenn voru töluvert meira með boltann en náðu ekki að nýta sér það og þurfti að sætta sig við stig. Í sama riðli tókst Qarabag að leggja Vorskla að velli 1-0. Landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórssin stóð vaktina hjá Qarabag og hélt hreinu. Þetta var fyrsti leikur hans í riðlakeppninni með liðinu.

Qarabag á því enn möguleika að komast upp úr riðlinum en liðið á að vísu efstu tvö liðin eftir í lokaleikjunum. Liðið er með 3 stig, jafnmörg og Vorskla, en Arsenal er með 10 stig í efsta sæti og Sporting í öðru með 7 stig.

Guðlaugur Victor Pálsson kom inná sem varamaður á 55. mínútu er svissneska liðið Zürich tapaði fyrir Bayer Leverkusen 1-0. Guðlaugur hefur verið að stíga upp úr meiðslum en þetta tap kom ekki að sök og er Zürich komið í 32-liða úrslit.

Matthías Vilhjálmsson spilaði þá síðustu fimm mínúturnar er Rosenborg tapaði 5-2 fyrir RB Salzburg. Nicklas Bendtner lagði upp bæði mörk Rosenborg í leiknum.

Real Betis og AC Milan gerðu þá 1-1 jafntefli. Giovani Lo Celso skoraði fyrir Betis áður en Suso jafnaði metin fyrir gestina. Milan er í efsta sæti með 8 stig en Betis og Olympiakos eru bæði með 7 stig.

Úrslit og markaskorarar:

Rosenborg 2 - 5 Salzburg
0-1 Takumi Minamino ('5 )
0-2 Takumi Minamino ('19 )
0-3 Fredrik Gulbrandsen ('37 )
0-4 Takumi Minamino ('45 )
1-4 Samuel Adegbenro ('52 )
2-4 Even Hovland ('57 , sjálfsmark)
3-4 Mike Jensen ('62 )

Celtic 2 - 1 RB Leipzig
1-0 Kieran Tierney ('11 )
1-1 Jean-Kevin Augustin ('78 )
2-1 Odsonne Edouard ('79 )

Bayer 1 - 0 Zurich
1-0 Tin Jedvaj ('60 )

Ludogorets 0 - 0 AEK Larnaca

Slavia Praha 0 - 0 FC Kobenhavn

Bordeaux 1 - 1 Zenit
1-0 Francois Kamano ('35 , víti)
1-1 Anton Zabolotnyi ('72 )

Vorskla 0 - 1 Qarabag
0-1 Araz Abdullayev ('13 , víti)

Arsenal 0 - 0 Sporting
Rautt spjald:Jeremy Mathieu, Sporting ('87)

Betis 1 - 1 Milan
1-0 Giovani Lo Celso ('12 )
1-1 Suso ('62 )

Olympiakos 5 - 1 Dudelange
1-0 Vassilis Torosidis ('6 )
2-0 Kostas Fortounis ('15 )
3-0 Lazaros Christodoulopoulos ('26 )
4-0 Kostas Fortounis ('36 )
4-1 Danel Sinani ('69 )
5-1 Koka ('70 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner