Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   fim 08. nóvember 2018 16:30
Magnús Már Einarsson
Fred valdi Man Utd frekar en City - Mourinho lykillinn
Fred verður í eldlínunni þegar Manchester United mætir Manchester City á sunnudaginnþ
Fred verður í eldlínunni þegar Manchester United mætir Manchester City á sunnudaginnþ
Mynd: Getty Images
Brsilíski miðjumaðurinn Fred segir að Jose Mourinho, stjóri Manchester United, hafi spilað stórt hlutverk í ákvörðun sinni um að semja við United í sumar frekar en Manchester City. Fred kom til United frá Shakhtar Donetsk á 52 milljónir punda.

„Ég fékk tilboð frá þeim og (City) og talaði meira segja við liðsfélaga mína í brasilíska landsliðinu sem spila með nágrannaliðinu hér," sagði Fred.

„Þeir voru að reyna að sannfæra mig um að fara til þeirra en á endanum gerðist það ekki. Í sumar komu önnur tilboð, meðal annars frá United, og ég ákvað fljótlega að það væri rétt skref fyrir mig."

„Mourinho er topp þjálfari og allir leikmenn vilja vinna með svona sigurvegara. Ég er að læra af honum, það er klárt. Hann getur verið frekar strangur en það er hluti af starfinu hans."

„Hann er líka vingjarnlegur og fyndinn utan vallar, hann grínast með okkur í búningsklefanum. Jose átti stóran þátt í þeirri ákvörðun minni að ganga í raðir Manchester United og ég er ánægður með að hann hafi áhuga á þjónustu minni í fótboltanum."

Athugasemdir
banner
banner
banner