Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fim 08. nóvember 2018 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Sky Sports 
Hazard mun spila í dag - Fær 45-50 mínútur
Hazard mun fá mínútur í dag.
Hazard mun fá mínútur í dag.
Mynd: Getty Images
Eden Hazard ferðaðist með Chelsea til Hvíta-Rússlands í leikinn gegn Bate Borisov í Evrópudeildinni í dag. Leikmenn eins Marcos Alonso, David Luiz, Antonio Rudiger og Alvaro Morata voru hins vegar allir skildir eftir heima í þetta skiptið.

Hazard hefur verið að glíma við bakmeiðsli og missti af þremur leikjum vegna þess. Hann sneri hins vegar aftur á sunnudaginn síðasta þegar Chelsea vann Crystal Palace 3-1. Hazard kom inn á sem varamaður í síðari hálfleik.

Hazard mun eitthvað koma við sögu í dag.

„Það er engin áhætta, annars hefði hann verið eftir á æfingasvæðinu," sagði Maurizio Sarri, stjóri Chelsea, þegar liðið lenti í Hvíta-Rússlandi í gær.

„Hann mun ekki spilar 90 mínútur. Hann mun fá 45-50 mínútur."

Ef Chelsea vinnur BATE og hinn leikurinn í riðlinum á milli PAOK og Vidi endar í jafntefli þá mun Chelsea tryggja sér sigur í riðlinum.
Athugasemdir
banner
banner
banner