Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 08. nóvember 2018 10:41
Elvar Geir Magnússon
Juventus fær gagnrýni - „Sérstakt flopp"
Corriere dello Sport
Corriere dello Sport
Mynd: Corriere dello Sport
Ítalska blaðið Corriere dello Sport er með fyrirsögnina „Sérstakt flopp" á blaði dagsins. Þar fær Juventus gagnrýni fyrir að hafa misst forystu niður og tapað gegn Manchester United í gær.

Á forsíðunni má sjá Jose Mourinho, sem er fyrrum þjálfari Inter, ergja stuðningsmenn Juventus og þá er Ronaldo að taka „magavöðvafagnið" eftir að hann kom Ítalíumeisturunum yfir.

Sjá einnig:
Mourinho útskýrir hegðun sína - „Móðgaður í 90 mínútur"

Mourinho hafði fengið skot á sig úr stúkunni í leiknum og skaut fast til baka eftir leik.

„Þaggaðir niður af Mou" segir forsíða Tuttosport og í umfjöllun blaðsins er talað um að Juventus hafi misnotað of mörg færi og mistök Wojciech Szczensy markvarðar hafi leitt til sigurs United.

Þrátt fyrir tap Juventus í gær er liðið enn í efsta sæti H-riðils, með 9 stig eftir fjóra leiki. United er með 7 stig, Valencia, 5 og Young Boys 1.

Jafntefli nægir Juventus í næsta leik, gegn Valencia, til að tryggja sæti sitt í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.


Athugasemdir
banner
banner
banner