Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   fim 08. nóvember 2018 09:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Metur Skriniar á 100 milljónir evra að minnsta kosti
Hinn 23 ára gamli Skriniar er mikilvægur fyrir Inter.
Hinn 23 ára gamli Skriniar er mikilvægur fyrir Inter.
Mynd: Getty Images
Inter Milan gerði kostakaup þegar félagið fjárfesti í miðverðinum Milan Skriniar fyrir síðustu leiktíð. Þeir sem ekki fylgjast með ítalska boltanum höfðu líklega ekki heyrt nafn hans getið áður en Inter keypti hann frá Sampdoria.

Skriniar, sem kemur frá Slóvakíu, kostaði Inter aðeins um 20 milljónir evra sem er lítið miðað við góðan fótboltamann í dag.

Skriniar hefur verið frábær fyrir Inter og nú eru flest stórlið Evrópu að sýna honum áhuga. Hefur Manchester United til að mynda verið sterklega orðað við hann.

Hann átti mjög góðan leik gegn Barcelona í Meistaradeildinni í gær en eftir leikinn sagði Luciano Spalletti, stjóri Inter, að Skriniar myndi ekki fara ódýrt ef hann verður seldur.

„Hvers virði er hann? 100 milljónir evra að minnsta kosti," sagði Spalletti eftir leikinn og sendi í leiðinni félögum eins og Barcelona og Real Madrid skilaboð.

„Ef ég væri Barcelona, þá myndi ég bjóða 100 milljónir evra og gefa 20 milljónir í þjórfé. Ef ég væri Real Madrid þá myndi ég bjóða 100 milljónir evra og gefa 40 milljónir í þjórfé."



Athugasemdir
banner
banner