Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 08. nóvember 2018 11:00
Elvar Geir Magnússon
Ramos um olnbogaskotið: Ætlaði ekki að meiða hann
Olnbogaskotið umtalaða.
Olnbogaskotið umtalaða.
Mynd: Twitter
Sergio Ramos, varnarmaður Real Madrid, segir að enginn ásetningur hafi verið í olnbogaskotinu umtalaða sem hann gaf leikmanni Viktoria Plzen í 5-0 sigri Real í gær.

Milan Havel nefbrotnaði eftir olnbogaskotið en atvik sem þessi eru algeng þegar Ramos er á vellinum.

„Þetta getur ekki gengið svona lengur. Nú verður UEFA að grípa inn og setja hann í bann. Fjölmörg ljót ruddabrot hans til á myndböndum sem dómarar taka ekki eftir," skrifaði einn lesandi Fótbolta.net í ummælakerfið.

Ramos hefur sjálfur tjáð sig um olnbogaskotið og segir að það hafi verið óvart.

„Ég ætlaði ekki að meiða hann. Það var enginn ásetningur af minni hálfu. Eftir leikinn reyndi ég að tala við hann en fann hann ekki, ég sendi honum þá skilaboð," segir Ramos.

„Ég ber virðingu fyrir merki Real Madrid og ætla mér aldrei að meiða andstæðing."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner