Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fim 08. nóvember 2018 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stutt í að Admir Kubat geti byrjað að æfa - Ræðir við Þór
Admir var valinn bestur hjá Víkingi Ólafsvík árið 2015, þegar liðið fór upp í Pepsi-deildina.
Admir var valinn bestur hjá Víkingi Ólafsvík árið 2015, þegar liðið fór upp í Pepsi-deildina.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Óljóst er hvar varnarmaðurinn stæðilegi Admir Kubat mun leika næsta sumar.

Admir gekk í raðir Þórs í byrjun árs, en sleit krossband rúmum mánuði fyrir mót og lék því ekkert með liðinu í Inkasso-deildinni í sumar.

Hinn 29 ára gamli Admir, sem er frá Bosníu, er samninglaus en hann er að ræða við Þór um framhaldið. Það er kominn nýr þjálfari hjá Þór, Englendingurinn Gregg Ryder.

„Ég er þessa dagana að ræða við Þórsara um framhaldið," sagði Admir í samtali við Fótbolta.net. „Ég vil spila áfram á Íslandi, hvort sem það er með Þór eða annars staðar."

Admir segir endurhæfinguna hafa gengið framar vonum og styttist í að hann geti byrjað að æfa að nýju.

Árið 2015 var Admir valinn bestur hjá Víkingi Ólafvík þegar liðið vann Inkasso-deildina og fór upp í Pepsi-deildina. Fyrir sumarið 2016 sleit Admir hins vegar krossband, eins og hann gerði fyrir síðasta sumar, og því náði hann ekki að leika með Víkingi í Pepsi-deildinni. Hann lék með Þrótti Vogum þegar liðið komst upp úr 3. deildinni í fyrra.
Athugasemdir
banner
banner
banner