Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 08. nóvember 2018 22:50
Brynjar Ingi Erluson
Þungu fargi létt af Giroud: Þarf skilvirkni og heppni
Olivier Giroud
Olivier Giroud
Mynd: Getty Images
Olivier Giroud, framherji Chelsea á Englandi, var að vonum sáttur með sigurmark sitt í 1-0 sigrinum á BATE Borisov í Evrópudeildinni í kvöld.

Giroud sá til þess að Chelsea færi örugglega áfram í 32-liða úrslitin með góðu skallamarki en hann hafði beðið lengi eftir þessu marki.

Hann hafði ekki skorað í 794 mínútur fram að þessum leik og vonast hann nú til þess að hlutirnir fari að ganga betur.

„Stjórinn hélt áfram að segja við okkur að við þyrftum að taka fyrsta sætið í riðlinum og því fyrr því betra. Við kláruðum verkið þó svo við hefðum getað verið skilvirkari," sagði Giroud.

„Ég var að vonast eftir marki sem fyrst því ég kom seint til æfinga eftir HM og vantaði kannski þessa skilvirkni og smá heppni en maður verður bara að halda áfram að leggja sig fram og hafa trú á þessu," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner