fim 08. nóvember 2018 09:30
Magnús Már Einarsson
Torreira í skýjunum með samanburð við Vieira
Lucas Torreira hefur verið í stuði undanfarnar vikur.
Lucas Torreira hefur verið í stuði undanfarnar vikur.
Mynd: Getty Images
Lucas Torreira, miðjumaður Arsenal, segist vera upp með sér yfir því að stuðningsmenn félagsins séu farnir að líkja honum við Patrick Vieira.

Torreira hefur leikið frábærlega á miðjunni undanfarnar vikur. Stuðningsmenn Arsenal hafa líkt honum við Vieira og meðal annars sungið lag sem var um franska miðjumanninn á sínum tíma.

„Ef að stuðningsmenn eru að bera mig og leik minn saman við Patrick Vieira þá er það ótrúlegt. Það gerir mig mjög stoltan en ég þarf að stækka aðeins til að verða jafn stór og hann," sagði Torreira léttur í bragði en hann er 168 cm á meðan VIeira er 191 cm á hæð.

„Hann er ótrúlegur leikmaður. Ég man eftir því þegar ég vaknaði á morgnana í Úrúgvæ til að horfa á hann spila. Ég er mjög ánægður og reyni að hjálpa liðinu."

„Ég er að reyna að bæta mig sem leikmaður og gera það sem er best fyrir liðið. Í augnablikinu erum við að standa okkur mjög vel og þetta snýst um það."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner