Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fim 08. nóvember 2018 12:00
Magnús Már Einarsson
Túfa missti bróður sinn: Bara hann sem veit af hverju þetta gerðist
Túfa missti yngri bróðir sinn fyrir fjórum árum.
Túfa missti yngri bróðir sinn fyrir fjórum árum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Srdjan Tufegdzic, þjálfari Grindavíkur, varð fyrir miklu áfalli í ágúst árið 2014 en þá tók yngri bróðir hans sitt eigið líf. „Þetta var rosalegt högg fyrir mig og fjölskylduna mína," sagði Túfa sagði Túfa í Miðjunni á Fótbolta.net í gær.

Smelltu hér til að hlusta á ítarlegt viðtal við Túfa í Miðjunni

Mladen Tufegdzic, bróðir Túfa, var 28 ára gamall þegar hann lést. „Það var ekkert í myndinni að eitthvað svona myndi gerast. Það er bara hann sem veit af hverju þetta gerðist."

„Ég fékk símtal frá pabba þegar þetta gerðist og þegar ég slökkti á símanum þá var ég ekki að fatta hvað hafði gerst. Þetta var svo mikið sjokk. Ég fór síðan til Serbíu í tíu daga og reyndi að styðja pabba og mömmu í gegnum þessa erfiðu tíma. Allir sem missa úr nánustu fjölskyldu vita að það gleymst aldrei."

„Við erum tveir við bræðurnir og þetta var ennþá erfiðara fyrir foreldra mína. Ég var alltaf að spila fótbolta annars staðar en hann var meira í fanginu á þeim."

Fótboltinn hjálpaði í sorginni
Túfa var aðstoðarþjálfari KA þegar bróðir hans lést. „Það hjálpaði mér að ég kom aftur til Íslands í mína rútínu. Ég á konu og tvö börn sem máttu ekki finna fyrir því að ég væri niðurdreginn. Þegar þú ert í fótbolta þá nærðu að fara í gegnum erfiða hluti og það hjálpaði mér mikið."

„Stuðningurinn var mikill fyrir norðan og lífið hélt áfram. Ég fékk mikinn stuðning frá konunni minni. Ég horfði á mína krakka og hugsaði um að einbeita mér að verða góður foreldri og hafa strákana mína á réttri braut. Fótboltinn hjálpaði mér líka, það er það sem ég elska mest fyrir utan fjölskylduna. Foreldrar mínir eru komnir aðeins yfir þetta og líður vel. Þessi erfiðasti tími er að baki,"
sagði Túfa.

Smelltu hér til að hlusta á ítarlegt viðtal við Túfa í Miðjunni
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner