Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 08. desember 2018 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Arsenal getur ekki endurkallað Chambers úr láni
Mynd: Fulham
Arsenal hefur verið að glíma við mikil meiðslavandræði hjá varnarmönnum sínum og ekki bættist staðan þegar Rob Holding þurfti að fara útaf meiddur í 2-2 jafntefli gegn Manchester United í vikunni.

Holding verður frá út tímabilið og bætist á meiðslalistann sem er nánast eingöngu skipaður varnarmönnum.

Laurent Koscielny, Nacho Monreal og Konstantinos Mavropanos eru allir frá vegna meiðsla sem skilur aðeins tvo miðverði eftir, Sokratis Papastathopoulos og Shkodran Mustafi.

Varnarmaðurinn Calum Chambers hefur verið að gera góða hluti á láni hjá Fulham og var búist við að hann yrði kallaður aftur heim úr láninu til að fylla í skarðið. Enskir fjölmiðlar greindu hins vegar frá því í dag að ekkert slíkt ákvæði er í lánssamningi Chambers, sem mun klára tímabilið undir stjórn Claudio Ranieri.

Chambers er 23 ára og hefur spilað sem djúpur miðjumaður alla þrjá leikina sem Ranieri hefur verið við stjórnvölinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner