Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 08. desember 2018 17:22
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: Haukar 
Breytingar hjá Haukum: Ásgeir kominn heim - Stofna varalið
Haukar voru lengst af í fallbaráttu en enduðu sjö stigum frá fallsæti í Inkasso í sumar.
Haukar voru lengst af í fallbaráttu en enduðu sjö stigum frá fallsæti í Inkasso í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Ásgeir Þór er kominn heim.
Ásgeir Þór er kominn heim.
Mynd: Ívar Atli Sigurjónsson
Haukar eru búnir að fá Ásgeir Þór Ingólfsson og Gunnar Geir Baldursson til liðs við sig fyrir næsta sumar í Inkasso-deildinni.

Ásgeir Þór, fæddur 1990, er uppalinn Haukamaður en lék síðast fyrir Grindavík hér á landi sumarið 2016. Hann hefur verið hjá Hönefoss í Noregi síðustu tvö ár en ætlar nú að snúa aftur í íslenska boltann.

Gunnar Geir er fæddur 1998 og uppalinn í Breiðablik. Hann þótti gífurlega efnilegur en sleit krossbönd. Hann þótti standa sig vel með Augnablik í sumar.

Þá voru Oliver Helgi Gíslason og Kristinn Pétursson, fæddir 1999, að skrifa undir samninga við Hauka. Oliver kom við sögu í sjö leikjum í Inkasso-deildinni í ár og Kristinn í fjórum.

„Tilfinningin er mjög skrítin að vera kominn aftur í rauða búninginn, þetta gekk þannig séð mjög hratt fyrir sig og ég er hæstánægður með að þetta hafi farið í gegn," sagði Ásgeir við undirskriftina.

„Það var nokkur áhugi bæði að utan að halda mér og eins voru þrjú lið hérna heima sem sýndu mér áhuga. Þetta var allt mjög spennandi kostir en ég valdi að koma aftur heim í Hauka og takast á við þau verkefni sem bíða okkur hér."

Haukar hafa þá ákveðið að stofna varalið sem mun leika í 4. deildinni á næsta ári. Búi Vilhjálmur Guðmundsson mun stýra varaliðinu.

Átta leikmenn sömdu við Hauka og munu koma til með að vera lánaðir í varaliðið en það eru þeir, Álfgrímur Gunnar Guðmundsson, Egill Atlason, Fannar Óli Friðleifsson, Jón Helgi Pálmason, Karl Viðar Pétursson, Sigmundur Einar Jónsson, Sindri Hrafn Jónsson og Stefnir Stefánsson.

„Þeir hafa allir verið viðloðandi við meistaraflokk karla síðastliðin ár og munu koma til með að mynda kjarna leikmanna nýstofnaðs varaliðs félagsins í sumar," segir á vefsíðu Hauka.
Athugasemdir
banner
banner
banner