banner
   lau 08. desember 2018 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Chamberlain fékk lítinn spilatíma útaf ákvæði
Mynd: Getty Images
Enskir fjölmiðlar telja sig vera búna að finna ástæðuna fyrir því að Alex Oxlade-Chamberlain fékk aldrei nægan spilatíma með Arsenal í ensku úrvalsdeildinni.

Írski fréttamaðurinn Alan Gernon hefur skrifað nokkrar bækur um knattspyrnuheiminn. Í þeirri nýjustu heldur hann því fram að Arsenal hafi þurft að greiða Southampton 10 þúsund pund í hvert skipti sem Chamberlain spilaði meira en 20 mínútur í leik.

„Eftir félagaskipti Alex Oxlade-Chamberlain til Arsenal 2011 urðu stuðningsmenn pirraðir á því að leikmaðurinn fengi ekki fleiri tækifæri en rauna bar vitni," skrifaði Gernon í bók sem hann gaf út 1. desember.

„Hann var aðallega notaður sem varamaður og kom yfirleitt inn af bekknum í kringum 71. mínútu. Ástæðan fyrir þessu varð ljós þegar samningurinn hans skaust upp á yfirborðið: Arsenal þurfti að greiða Southampton 10 þúsund pund í hvert skipti sem hann spilaði 20 mínútur eða meira."

Chamberlain var hjá Arsenal í sex ár áður en hann var seldur til Liverpool fyrir um 40 milljónir punda sumarið 2017.
Athugasemdir
banner
banner