Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 08. desember 2018 14:24
Ívan Guðjón Baldursson
England - Byrjunarlið: Pogba áfram á bekknum
Mynd: Getty Images
Fimm leikir fara af stað samtímis í ensku úrvalsdeildinni og hafa byrjunarliðin verið staðfest.

Jóhann Berg Guðmundsson og Aron Einar Gunnarsson eru í byrjunarliðum Burnley og Cardiff sem eiga gífurlega mikilvæga heimaleiki í fallbaráttunni.

Romelu Lukaku og Juan Mata koma aftur inn í byrjunarlið Manchester United sem tekur á móti Fulham eftir jafnteflið gegn Arsenal. Anthony Martial er ekki með vegna meiðsla og byrjar Paul Pogba aftur á bekknum.

Pierre-Emerick Aubameyang og Alexandre Lacazette eru báðir í byrjunarliði Arsenal gegn Huddersfield og breytir Unai Emery aðeins til í 3-5-2 leikkerfinu. Hann hefur ákveðið að spila með þrjá varnarsinnaða miðjumenn og enga hreinræktaða kantmenn.

Lucas Perez tekur þá byrjunarliðssæti Marko Arnautovic sem er frá vegna meiðsla hjá West Ham. Áhugaverður Lundúnaslagur framundan þar gegn Crystal Palace.

Man Utd: De Gea, Dalot, Jones, Smalling, Young, Herrera, Matic, Mata, Lingard, Rashford, Lukaku

Fulham: Rico, Odoi, Mawson, Ream, Bryan, Schurrle, Seri, Anguissa, Sessegnon, Cairney, Mitrovic


Arsenal: Leno, Bellerin, Lichtsteiner, Mustafi, Sokratis, Kolasinac, Guendouzi, Torreira, Xhaka, Aubameyang, Lacazette

Huddersfield: Lossl, Smith, Kongolo, Zanka, Schindler, Hogg, Mooy, Lowe, Williams, Pritchard, Depoitre


Burnley: Hart, Bardsley, Tarkowski, Mee, Taylor, Guðmundsson, Cork, Westwood, Brady, Barnes, Wood

Brighton: Ryan, Bruno, Dunk, Balogun, Bernardo, Knockaert, Bissouma, Propper, March, Gross, Andone


Cardiff: Etheride, Manga, Morrison, Bamba, Bennett, Gunnarsson, Arter, Camarasa, Mendez-Laing, Murphy, Paterson

Southampton: McCarthy, Valery, Vestergaard, Bednarek, Targett, Hojbjerg, Lemina, Romeu, Ward-Prowse, Armstrong, Remond, Austin


West Ham: Fabianski, Zabaleta, Balbuena, Diop, Masuaku, Rice, Noble, Snodgrass, Anderson, Lucas, Chicharito

Crystal Palace: Hennessey, Wan-Bissaka, Sakho, Tomkins, Van Aanholt, McArthur, Milivojevic, Kouyate, Meyer, Townsend, Zaha
Athugasemdir
banner
banner