Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 08. desember 2018 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
England í dag - Getur Chelsea stöðvað Man City?
Mynd: Getty Images
Það er afar fjörugur dagur framundan í enska boltanum þar sem hvorki meira né minna en átta leikir fara fram í dag.

Hægt er að búast við miklu fjöri strax í hádeginu Bournemouth fær toppbaráttulið Liverpool í heimsókn.

Liverpool er í dauðafæri á að hirða toppsætið af Englandsmeisturum Manchester City, sem eiga gríðarlega erfiðan útileik síðar í dag.

Joe Gomez verður ekki í liði Liverpool í dag og þá eru Sadio Mane og Andy Robertson tæpir.

Aron Einar Gunnarsson og Jóhann Berg Guðmundsson eiga mikilvæga fallbaráttuleiki á heimavelli á meðan Manchester United spilar við Fulham í beinni útsendingu frá Old Trafford og Arsenal fær Huddersfield í heimsókn.

West Ham og Crystal Palace mætast þá í Lundúnaslag áður en Chelsea tekur á móti Man City í stórleik helgarinnar.

Chelsea er búið að tapa tveimur af síðustu þremur leikjum sínum á meðan Man City virðist vera óstöðvandi, en Englandsmeistararnir eru vængbrotnir.

Benjamin Mendy er frá vegna meiðsla og þá eru Sergio Agüero, Vincent Kompany, Kevin De Bruyne og Oleksandr Zinchenko tæpir. Marco van Ginkel er meiddur í liði heimamanna og Ross Barkley tæpur.

Leicester City tekur að lokum á móti Tottenham í síðasta leik dagsins. Tottenham er í þriðja sæti sem stendur, átta stigum frá toppnum. Leicester er um miðja deild.

Leikir dagsins:
12:30 Bournemouth - Liverpool (Stöð 2 Sport)
15:00 Arsenal - Huddersfield
15:00 Burnley - Brighton
15:00 Cardiff City - Southampton
15:00 Manchester United - Fulham (Stöð 2 Sport)
15:00 West Ham - Crystal Palace
17:30 Chelsea - Manchester City (Stöð 2 Sport)
19:45 Leicester City - Tottenham Hotspur (Stöð 2 Sport)
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Man City 32 22 7 3 76 32 +44 73
2 Arsenal 32 22 5 5 75 26 +49 71
3 Liverpool 32 21 8 3 72 31 +41 71
4 Aston Villa 33 19 6 8 68 49 +19 63
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Newcastle 32 15 5 12 69 52 +17 50
7 Man Utd 32 15 5 12 47 48 -1 50
8 West Ham 33 13 9 11 52 58 -6 48
9 Chelsea 31 13 8 10 61 52 +9 47
10 Brighton 32 11 11 10 52 50 +2 44
11 Wolves 32 12 7 13 46 51 -5 43
12 Fulham 33 12 6 15 49 51 -2 42
13 Bournemouth 32 11 9 12 47 57 -10 42
14 Crystal Palace 32 8 9 15 37 54 -17 33
15 Brentford 33 8 8 17 47 58 -11 32
16 Everton 32 9 8 15 32 48 -16 27
17 Nott. Forest 33 7 9 17 42 58 -16 26
18 Luton 33 6 7 20 46 70 -24 25
19 Burnley 33 4 8 21 33 68 -35 20
20 Sheffield Utd 32 3 7 22 30 84 -54 16
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner