Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 08. desember 2018 16:57
Ívan Guðjón Baldursson
England: Íslendingaliðin unnu - Man Utd skoraði fjögur
Mynd: Getty Images
Jóhann Berg Guðmundsson og Aron Einar Gunnarsson voru í byrjunarliðum Burnley og Cardiff sem unnu gríðarlega mikilvæga sigra í fallbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar.

Burnley lagði Brighton á heimavelli og fékk James Tarkowski eina mark leiksins skráð á sig. Skot frá Jack Cork fór af honum og í netið.

Callum Paterson gerði eina mark leiksins er Cardiff lagði Southampton að velli eftir skelfileg mistök Jannik Vestergaard sem gaf markið á silfurfati.

Manchester United vann þá afar sannfærandi sigur á Fulham þar sem Marcus Rashford skoraði og átti stvær stoðsendingar.

Lucas Torreira gerði eina mark Arsenal í sigri gegn Huddersfield og West Ham hafði betur í fimm marka leik gegn Crystal Palace.

Íslendingaliðin eru komin úr fallsæti með sigrunum og munar tveimur stigum á þeim í fallbaráttunni. Cardiff er ofar á töflunni, fjórum stigum frá fallsæti.

Man Utd er komið fimm stigum frá Chelsea í Evrópudeildarsæti. Chelsea tekur á móti toppliði Manchester City í dag. Arsenal fer tímabundið yfir Tottenham og upp í þriðja sæti.

Arsenal 1 - 0 Huddersfield
1-0 Lucas Torreira ('84)

Burnley 1 - 0 Brighton
1-0 James Tarkowski ('40 )

Cardiff City 1 - 0 Southampton
1-0 Callum Paterson ('74 )

Manchester Utd 4 - 1 Fulham
1-0 Ashley Young ('13 )
2-0 Juan Mata ('28 )
3-0 Romelu Lukaku ('42 )
3-1 Aboubakar Kamara ('67 , víti)
4-1 Marcus Rashford ('82 )
Rautt spjald:Andre Zambo Anguissa, Fulham ('68)

West Ham 3 - 2 Crystal Palace
0-1 James McArthur ('6 )
1-1 Robert Snodgrass ('48 )
2-1 Javier Hernandez ('62 )
3-1 Felipe Anderson ('65 )
3-2 Jeffrey Schlupp ('76 )
Athugasemdir
banner
banner
banner