Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 08. desember 2018 15:02
Ívan Guðjón Baldursson
Howe: Rangstöðumarkið breytti gangi leiksins
Mynd: Getty Images
Eddie Howe, knattspyrnustjóri Bournemouth, var svekktur eftir 0-4 tap sinna manna á heimavelli gegn Liverpool.

Howe var sérstaklega svekktur útaf fyrsta marki Liverpool, sem Mohamed Salah skoraði þegar hann fylgdi eftir skoti Roberto Firmino. Salah var rangstæður þegar skotið lagði af stað og telur Howe það hafa breytt gangi leiksins.

„Það er margt sem ég get kvartað yfir. Salah var rangstæður í fyrsta markinu sem breytti gangi leiksins. Það gekk allt vel hjá okkur þar til hann skoraði þetta mark og gjörbreytti leiknum," sagði Howe að leikslokum.

„Við söknum Callum (Wilson) en getum ekki notað fjarveru hans sem afsökun. Við vorum með gott lið á vellinum en gerðum slæm mistök á slæmum tímum.

„Við vorum ennþá inni í leiknum þegar flautað var til leikhlés en við vorum ekki nógu góðir í síðari hálfleik. Liverpool verðskuldaði sigurinn og er með mjög gott lið sem mun vera í titilbaráttunni í vor."

Athugasemdir
banner
banner
banner