Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 08. desember 2018 20:20
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Kante: Man City er besta lið Englands
N'Golo Kante var á skotskónum í sigri Chelsea á Man City.
N'Golo Kante var á skotskónum í sigri Chelsea á Man City.
Mynd: Getty Images
N'Golo Kante skoraði fyrra mark Chelsea í 2-0 sigri á Manchester City í kvöld, þetta var fyrsti deildarleikur sem Manchester City tapar á tímabilinu.

Kante telur Manchester City vera besta lið Englands.

„Þetta er frábær tilfinning. Þeir eru besta lið Englands og við þurftum að leggja mikið á okkur til að ná í þennan sigur," sagði Kante.

Chelsea tapaði á miðvikudaginn gegn Wolves á útivelli, Kante segir það mikilvægt að ná að vinna strax eftir tapleik.

„Það var mikilvægt að bregðast strax við tapinu á miðvikudaginn og vinna í dag. Við áttum mjög góðan leik og verðum að halda áfram á þessari braut."

Næst á dagskrá hjá Chelsea er útileikur í Evrópudeildinni þar sem þeir mæta Vidi FC í Ungverjalandi á fimmtudaginn, næsti deildarleikur er hins vegar gegn Brighton þann 16. desember.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner