Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   lau 08. desember 2018 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Karólína og Brynhildur áfram hjá HK/Víking
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hinar gífurlega efnilegu Brynhildur Vala Björnsdóttir og Karólína Jack eru búnar að skrifa undir nýja samninga við uppeldsifélag sitt, HK/Víking. Þær eru báðar fæddar 2001.

Karólína Jack á 39 keppnisleiki að baki fyrir meistaraflokk og var valin í úrtakshóp U19 ára landsliðsins fyrir EM 2019.

Karólína var valin efnilegasti leikmaður meistaraflokks HK/Víkings annað árið í röð á lokahófi félagsins í haust. Þá var Brynhildur valin efnilegasti leikmaður 2. flokks.

Brynhildur lék átta leiki er HK/Víkingur vann 1. deild kvenna í fyrra en spilaði aðeins tvo leiki í sumar þar sem hún gegndi stóru hlutverki í 2. flokki.

HK/Víkingur átti þokkalegt sumar og endaði með 18 stig úr 18 leikjum í Pepsi-deildinni, 5 stigum frá falli.
Athugasemdir
banner
banner
banner