Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 08. desember 2018 12:00
Ívan Guðjón Baldursson
Lukaku orðinn þreyttur á Mourinho
Powerade
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Slúðurpakki dagsins er á sínum stað. Hann er tekinn saman af BBC á þessum leikjamikla laugardegi.



Romelu Lukaku, 25, er þreyttur á leikstíl Jose Mourinho og er að íhuga að skipta um félag. (Sun)

Mourinho segir Manchester United ekki eiga möguleika á úrvalsdeildartitlinum ef Man City og Liverpool halda áfram að eyða svona háum upphæðum. (Mirror)

Pep Guardiola segir útilokað að Manchester City fái Eden Hazard, 27, frá Chelsea. (Standard)

PSG gæti þurft að selja Neymar, 26, eða Kylian Mbappe, 19, til að komast hjá sektum vegna háttvísisreglna evrópska knattspyrnusambandsins sem snúa að fjármálum. (L'Equipe)

Frenkie de Jong, 21 árs miðjumaður Ajax og hollenska landsliðsins, vill frekar ganga til liðs við PSG heldur en Man City næsta sumar. PSG er reiðubúið að greiða 67 milljónir punda fyrir miðjumanninn. (De Telegraaf)

Alex Sandro, 27, er sagður vera búinn að skrifa undir nýjan samning við Juventus sem gildir til 2023. Það yrði ákveðinn skellur fyrir Man Utd og Chelsea sem hafa mikinn áhuga á brasilíska bakverðinum. (Sun)

Wolves ætlar að bæta félagsmet og greiða 34 milljónir punda til að kaupa Raul Jimenez, 27, af Benfica. Jimenez er á láni hjá Úlfunum og hefur verið mikilvægur hlekkur í liði nýliðanna á tímabilinu. (O Jogo)

Claude Puel býst við að halda Harry Maguire, 25, í janúar þó að Man Utd bjóði meira í hann. (Sky Sports)

Rafa Benitez neitar því að Newcastle sé búið að bjóða í Miguel Almiron, 24 ára miðjumann Atalanta United í Bandaríkjunum. (Goal)

Liverpool mun líklega ekki endurkalla Harry Wilson, 21, úr láni hjá Derby þrátt fyrir meiðsli í sóknarlínunni. (Liverpool Echo)

Unai Emery hefur ákveðið að refsa fjórum leikmönnum Arsenal sem tóku inn hlátursgas ekki of harkalega. Myndbandið sem lak á dögunum er nefnilega frá því áður en tímabilið hófst. (Sun)

Robert Snodgrass, 31, segist ekki hafa verið í formi þegar hann kom aftur til West Ham eftir lánið hjá Aston Villa. Hann borðaði of mikið af bensínstöðvamat þegar hann var hjá félaginu. (Mail)

Manchester United hefur leyft Alexis Sanchez að fara heim til Síle meðan hann nær sér eftir að hafa meiðst aftan á læri. (Independent)

Man Utd er að undirbúa tilboð í Antoine Semenyo, 18 ára sóknarmann Bristol City sem er á láni hjá Newport í D-deildinni sem stendur. (Express)

Atletico Madrid ætlar að fá Maxi Gomez, 22, frá Celta Vigo til að fylla í skarð Diego Costa sem er meiddur. (Marca)

Ivan Leko, þjálfari Club Brugge, segir að brasilíski sóknarmaður liðsins Wesley Moraes, 22, hafi allt sem þarf til að spila fyrir Arsenal. (La Derniere Heure)

Mauricio Pochettino býst ekki við að reyna að fá Jack Grealish, 23, frá Aston Villa í janúar. (Goal)

Championship félögin Aston Villa og Leeds eru að berjast um Tom Heaton, 32 ára varamarkvörð Burnley. (Star)

Man Utd er að krækja í Noam Emeran, 16 ára sóknarmann Amiens í Frakklandi. Juventus, Valencia og PSG höfðu öll áhuga á sóknarmanninum unga. (RMC)
Athugasemdir
banner
banner