Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 08. desember 2018 10:00
Ívan Guðjón Baldursson
Mbappe valdi Emery framyfir Arsenal
Mynd: Getty Images
Kylian Mbappe minnist þess þegar hann var næstum farinn til Arsenal sumarið 2017 en valdi að fara frekar yfir til Paris Saint-Germain eftir samtal við Unai Emery, þáverandi þjálfara PSG og núverandi þjálfara Arsenal.

Arsene Wenger var í samskiptum við Mbappe sem hafnaði að lokum tækifærinu að fara til Englands til að ganga til liðs við langbesta lið franska boltans.

„Hann er alvöru goðsögn í knattspyrnuheiminum. Það eru ekki margir sem njóta jafn mikillar virðingar og hylli og hann," sagði Mbappe um Wenger.

„Við vorum í samskiptum áður en ég skrifaði undir hjá PSG. Ég valdi að fara aðra leið en hann var ekki pirraður út í mig. Hann var herramaður og óskaði mér góðs gengis."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner