Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 08. desember 2018 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Nýliðaval fyrir úrslitaleik Tommamótsins
Hlynur Stefánsson er fyrstur í nýliðavalinu.
Hlynur Stefánsson er fyrstur í nýliðavalinu.
Mynd: Fótbolti.net - Vilbogi M. Einarsson
Ólafur Kristjánsson er annar.
Ólafur Kristjánsson er annar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tilkynning var að berjast frá skipuleggjendum Tommamótsins þar sem greint er frá sérstöku nýliðavali. Þar munu Eyjólfur Sverrisson og Rúnar Kristinsson, þjálfarar liðanna, geta valið á milli nýliða.

Valréttur 1: Hlynur Stefánsson. Hlynur er alhliða varnarmaður með frábært hné og góðan olnboga. Hann er einhver dáðasti sonur Vestmannaeyja og segist hafa lært margt af Árna Johnsen – þó ekki knattspyrnu. Hlynur á að baki ca 890 leiki í efstu deildum alls staðar í Evrópu og hefur skorað í þeim 5 sjálfsmörk.

Valréttur 2: Ólafur Kristjánsson. Óli kemur aðeins of seint í leikinn, enda er hann Prófessor og þeir mega vera aðeins utan við sig. Óli er varnarmaður af eldgamla skólanum, nema að hann er örvfættur. Hans uppáhaldsleikmenn voru Gravesen og Töfting. „Grjótharðir sköllóttir harðjaxlar”.

Valréttur 3: Ásmundur Haraldsson. Ása er ætlað að draga að kvenfólk á leikinn. Ási er formaður í reitaboltafélaginu og fer yfir reglurnar í upphitun. Svo er hann líka elghress og tekur stöðu Heimis Guðjónssonar á miðjunni – en ekki fengust tryggingar á Egilshöll til að Heimir mætti spila.

Valréttur 4: Bjarni Gaukur Sigurðsson. Fyrir utan að hafa verið valin kynþokkafyllsti leikmaður ÍR 1998 þá er hann ekki bara góður í fótbolta heldur getur spilað á gítar og svoleiðis menn eru nauðsynlegir í hverju liði.

Valréttur 5: Leynivopnið. Leikmaður sem á, í krafti hjúskaparstöðu sinnar, um 69 landsleiki fyrir Ísland í knattspyrnu. Þar af 38 sem fyrirliði. Hann heldur með Aston Villa og þeim sem er að vinna hverju sinni. Til frekari skýringa má minnast á það að konan hans á 136 landsleiki fyrir Ísland, þar af 76 sem fyrirliði. Hér er verið að tala um makann.

Valréttur 6: Ríkharður Daðason. Afi hans var geðveikur í fótbolta. Rikki ætlar að mæta með skóna og hlakkar alla fótboltamenn í Pepsideild á Íslandi að geta gagnrýnt hann fyrir sína frammistöðu í leiknum. Sérstakur markaþáttur verður eftir leik þar sem farið verður yfir frammistöðu Rikka. Hann mun bjóða upp á fyrirlestur um markið sem hann skoraði gegn Frökkum eftir leik, fyrir áhugasama.

Valréttur 7: Salih Heimir Porca. Hann er dökkhærður.

Minnum á leikinn á sunnudaginn í Egilshöll kl 11:00. Mætum og skemmtum okkur saman.

Þeim sem ekki kom­ast á Tomma­dag­inn en lang­ar að styrkja verk­efnið er bent á að hægt er að leggja inn á reikn­ing 528-14-300, kt. 0706694129.
Athugasemdir
banner
banner