Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 08. desember 2018 12:59
Ívan Guðjón Baldursson
Plötuðu Swansea til að framlengja samninginn við Fabianski
Mynd: Getty Images
Nýjar upplýsingar frá Football Leaks sem voru birtar á þýska miðlinum Der Spiegel greina frá því þegar starfsmenn á umboðsskrifstofu Lukasz Fabianski seldu forseta Swansea lygasögu til að fá hann til að framlengja samning pólska markmannsins.

Fabianski er markvörður West Ham í dag og er enn í samstarfi við umboðsskrifstofuna Spielerrat. Daniel Delonga, Thorsten Wirth og Hannes Winzer eru æðstu menn þar.

Markvörðurinn skrifaði undir fjögurra ára samning við Swansea þegar hann kom á frjálsri sölu sumarið 2014. Hann átti gott fyrsta tímabil hjá Svönunum og ákvað umboðsskrifstofan að nýta það til að fá pening í kassann.

Fabianski fékk 35 þúsund pund í vikulaun en umboðsmennirnir heimtuðu launahækkun upp í 50 þúsund pund. Auk þess vildu þeir 760 þúsund pund í sinn skerf fyrir fyrsta samningsárið og 480 þúsund fyrir hvert af hinum þremur árum samningsins þegar að þeim kæmi.

Í grein Der Spiegel er því haldið fram að Swansea hafi ekki viljað bjóða Fabianski endurbættan samning því hann átti enn þrjú ár eftir af upprunalega samningnum. Yfirmenn Spielerrat ákváðu þá að setja pressu á forseta Swansea með hjálp frá Jonas Boldt, yfirmanni íþróttamála hjá Bayer Leverkusen.

Wirth er ásakaður um að hafa búið til skeyti fyrir hönd Boldt sem hélt því fram að Leverkusen hefði áhuga á að kaupa Fabianski ef Bernd Leno skildi yfirgefa félagið. Boldt sendi skeytið til Wirth sem áframsendi það til Huw Jenkins, forseta Swansea.

Félagið ákvað í kjölfarið að láta undan og framlengja samning Fabianski, sem var hjá félaginu þar til í sumar þegar hann var seldur fyrir 7 milljónir punda.

Lögfræðingur á vegum Spielerrat gaf út yfirlýsingu vegna greinarinnar þar sem hann hótaði lögsókn vegna rógburðar í garð umboðsskrifstofunnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner