Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   lau 08. desember 2018 13:54
Ívan Guðjón Baldursson
Rúnar ánægður með sigurinn - Vonast til að landa Elmari
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Rúnar Kristinsson þjálfari KR var ánægður með sigur sinna manna í úrslitaleik Bose-mótsins í dag.

KR lenti tveimur mörkum undir í Fífunni en kom til baka í síðari hálfleik og náði að jafna leikinn. Því var gripið til vítaspyrnukeppni sem virtist engan endi ætla að taka og lauk með 8-9 sigri KR.

„Við snerum leiknum við eftir að hafa verið undir og ég er mjög ánægður með að við skildum hafa unnið þetta síðan í vítakeppninni," sagði Rúnar við Fótbolta.net að leikslokum.

„Þetta voru mjög góð víti og kannski ekki mikið við markmennina að sakast. Það voru held ég tíu víti tekin þarna, það var alveg að koma að okkur á bekknum. Við vorum að velta því fyrir okkur hvort Beitir myndi þurfa að taka víti."

Rúnar hrósaði Bose-mótinu í hástert og talaði um Theódór Elmar Bjarnason sem spilaði með KR í mótinu og gæti verið á leið til félagsins.

„Ef við verðum svo heppnir að landa honum og fá að halda honum hér í KR þá er gott að hann sé búinn að kynnast aðeins strákunum. Hann fær að sjá fyrir hvað við stöndum og hvað við erum að gera. Það vonandi vekur hans áhuga á því að vera hjá okkur áfram.

„Hann vill vera hjá okkur en auðvitað skilur maður það mjög vel að hann er bara 31 árs og á nóg eftir. Auðvitað vill hann vera erlendis og spila fótbolta, ég skil það vel."


Rúnar bætti því við að KR sé ekki að leita að nýjum leikmönnum og að koma Elmars til félagsins væri bónus.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner