Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   lau 08. desember 2018 14:16
Ívan Guðjón Baldursson
Rússland: Raggi Sig fékk rautt - CSKA vann
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sex Íslendingar komu við sögu í tveimur leikjum í rússnesku efstu deildinni í dag.

Flestir voru þeir í liði Rostov sem tapaði á útivelli, en gengi liðsins hefur verið slæmt undanfarið. Rostov er aðeins búið að næla sér í þrjú stig af síðustu fimmtán og er dottið langt afturúr í toppbaráttunni.

Sverrir Ingi Ingason og Ragnar Sigurðsson byrjuðu í vörninni og þá lék Björn Bergmann Sigurðarson allan leikinn í framlínu Rostov. Viðar Örn Kjartansson kom inn á 65. mínútu.

Paul Anton kom heimamönnum yfir með marki úr vítaspyrnu snemma leiks og misstu heimamenn svo leikmann af velli rétt fyrir leikhlé.

Þrátt fyrir liðsmuninn tókst Rostov ekki að jafna og fékk Ragnar Sigurðsson furðulegt rautt spjald undir leikslokin. Rostov er einu stigi fyrir neðan Evrópudeildarsæti eftir sigurinn.

Hörður Björgvin Magnússon og Arnór Sigurðsson voru þá í byrjunarliði CSKA Moskva sem lagði botnlið Yenisey að velli.

CSKA komst tveimur mörkum yfir á fyrsta stundarfjórðungi leiksins en gestirnir létu deigan ekki síga og minnkuðu muninn skömmu eftir leikhlé. Þeir voru næstum búnir að jafna en vítaspyrna Valeri Kichin fór í báðar stangirnar og aftur út í teig.

CSKA er í þriðja sæti, fjórum stigum frá toppliði Zenit sem á leik til góða. Jón Guðni Fjóluson og félagar í Krasnodar eru í öðru sæti, tveimur stigum fyrir ofan CSKA.

Krylya Sovetov Samara 1 - 0 Rostov
1-0 Paul Anton ('11, víti)
Rautt spjald: Sergey Kornilenko, Krylya ('44)
Rautt spjald: Ragnar Sigurðsson, Rostov ('82)
Rautt spjald: Alexandru Gatcan, Rostov ('85)

CSKA Moskva 2 - 1 Yenisey
1-0 Georgi Schennikov ('4)
2-0 Nikola Vlasic ('15)
2-1 Pavel Komolov ('54)
Athugasemdir
banner
banner
banner