Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   lau 08. desember 2018 21:31
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Slæmur dagur hjá mörgum Íslendingaliðum - Ari og Diego léku í tapi
Ari Freyr Skúlason og félagar í Lokeren eru í slæmum málum.
Ari Freyr Skúlason og félagar í Lokeren eru í slæmum málum.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Íslendingalið áttu leik víða um Evrópu í dag, í Frakkland, Hollandi, Belgíu, Póllandi, Ungverjalandi og á Spáni svo eitthvað sé nefnt. Það er alveg óhætt að segja Íslendingaliðin hafi átt betri daga.

Rúnar Alex Rúnarsson var ekki í byrjunarliði Dijon í Frakklandi sem tapaði 2-0 gegn Rennes, Dijon er í 16. sæti, þremur stigum frá fallsæti.

Kristófer Ingi Kristinsson sat allan tímann á varamannabekk Willem II sem tapaði 1-5 fyrir Heerenveen. Willem II er í 11. sæti hollensku úrvalsdeildarinnar með 16 stig.

Í Belgíu var Ari Freyr Skúlason í byrjunarlið Lokeren sem tapaði 1-0 gegn Oostende, Ari lék í 87 mínútur. Lokeren er í mjög slæmum málum en þeir sitja á botni belgísku úrvalsdeildarinnar.

Böðvar Böðvarsson kom ekkert við sögu í 2-2 jafntefli Wiskla Krakow og Jagiellonia í Póllandi. Jagiellonia lið Bödda er í 3. sæti pólsku úrvalsdeildarinnar, fimm stigum á eftir toppliði KS Lechia.

Kjartan Henry Finnbogason kom ekkert við sögu í 3-2 sigri Ferencvaros á Mezokovesd SE. Kjartan og félagar í Ferencvaros eru með átta stiga forskot á toppi ungversku deildarinnar.

Á Spáni lék Diego Jóhannesson allan leikinn í liði Real Oviedo í 1-2 tapi gegn Almeria. Lið Diego, Real Oviedo er í 11. sæti spænsku 1. deilarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner