banner
   lau 08. desember 2018 14:01
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Atletico nýtti færin gegn Alaves
Mynd: Getty Images
Atletico Madrid 3 - 0 Alaves
1-0 Nikola Kalinic ('25)
2-0 Antoine Griezmann ('82)
3-0 Rodrigo ('87)

Atletico Madrid mætti Alaves í spænsku toppbaráttunni og úr varð nokkuð jafn leikur.

Nýting heimamanna gerði þó herslumuninn og stóð Atletico uppi sem sigurvegari, þó að markatalan 3-0 gefi ekki rétta mynd af leiknum.

Nikola Kalinic skoraði fyrsta mark leiksins eftir góða fyrirgjöf frá Santiago Arias á hægri vængnum.

Alaves komst nálægt því að jafna en ekkert var skorað fyrr en undir lokin þegar Antoine Griezmann slapp í gegn eftir skyndisókn og stakk vörn gestanna af.

Alaves henti öllum fram og kláraði Rodrigo dæmið fyrir heimamenn.

Atletico er búið að jafna Barcelona á stigum á toppi deildarinnar, en Börsungar eiga leik til góða. Alaves er í fjórða sæti, fjórum stigum frá toppnum.
Athugasemdir
banner
banner
banner