Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 08. desember 2018 15:53
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Svona hefði Gummi Ben kosið í Ballon d'Or - Modric ekki í topp þremur
Gummi Ben er ekki sammála valinu í gullknettinum.
Gummi Ben er ekki sammála valinu í gullknettinum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðmundur Benediktsson var gestur í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 og fór yfir stóru fótboltamálin.

Meðal annars var rætt um sigur Luka Modric í Ballon d'Or gullknettinum en Gummi var spurður að því hvort Modric væri besti fótboltamaður heims?

„Nei, langt í frá! Það er frekar einfalt svar," sagði Gummi.

„Ég samgleðst Modric að hafa unnið gullknöttinn en ég get talið upp nokkra sem voru betri en hann á þessu ári. Mér nægir að nefna Lionel Messi. Það á ekki að vera hægt að hafa hann í fimmta sæti."

Ef Gummi hefði atkvæðisrétt hefði hann haft Messi númer eitt og Cristiano Ronaldo tvö á sínum lista.

„Of margir eru farnir að líta á það sem sjálfsagðan hlut að við séum uppi á tímum með þessa tvo menn. Einhverjir eru komnir með leið á því að þeir einoki íþróttina en þetta eru bara tveir af bestu íþróttamönnum sögunnar og við eigum að þakka fyrir það að fylgjast með þessum mönnum í hverri viku."

Gummi hefði svo valið Antoine Griezmann í þriðja sæti á lista sínum.

Sjá einnig:
Smelltu hér til að hlusta á Gumma Ben og stóru fótboltamalin
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner