banner
   mið 08. desember 2021 10:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Guardiola: Óþarfi hjá Walker og hann verður að læra af þessu
Mynd: EPA
Kyle Walker fékk að líta rauða spjaldið þegar Manchester City heimsótti RB Leipzig í gær. Walker sparkaði í Andre Silva á 82. mínútu og fékk verðskulda rautt spjald.

Pep Guardiola, stjóri City, vonast til þess að Walker læri af þessum mistökum sínum og segir að þetta særi City liðið.

Sjá einnig:
„Algjörlega heilalaust hjá Kyle Walker"

„Ég vona að hann læri af þessu, hann er mikilvægur okkur og það er óþarfi að missa hann úr hópnum fyrir næsta leik," sagði Guardiola.

„Þetta rauða spjald særir okkur, hann missir af fyrri leiknum í 16-liða úrslitunum. Þetta var klárt rautt spjald. Ég ætla ekki að koma hingað og segja hvað var sagt í klefanum," sagði Guardiola.

Stjórinn sagði frá því að Nathan Ake væri að glíma við bakmeiðsli og að Phil Foden hafi verið tekinn af velli vegna eymsla í ökkla.

Leipzig vann 2-1 í gær en City var öruggt með efsta sætið í riðlinum. PSG fylgir liðinu í 16-liða úrslitin og Leipzig fer í Evrópudeildina.
Athugasemdir
banner
banner
banner