Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 09. janúar 2019 06:00
Elvar Geir Magnússon
Gunni Gylfa rifjaði upp gamla takta á línunni
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Það hefur löngu sannast að starfsteymi íslenska landsliðsins er ansi öflugt og getur stokkið í öll verkefni.

Þegar það þurfti mann til að fylgjast með því í spilinu á æfingu gærdagsins hvort menn væru rangstæðir lá beint við hver fengi það verkefni á sína könnu.

Gunnar Gylfason, starfsmaður KSÍ, rifjaði upp gamla takta en hann var einn fremsti aðstoðardómari Íslands og starfaði á erlendum vettvangi í dómaratríói Kristins Jakobssonar.

Starf aðstoðardómarans er í blóðinu og að mati viðstaddra voru engin umdeild atvik hvað varðar dómgæsluna.

Ekkert aðstoðardómaraflagg var á svæðinu en Pétur Örn, sjúkraþjálfari íslenska landsliðsins, rétti Gunnari vesti til afnota sem Gunnar reyndar afþakkaði óvænt.

Þess má geta að þar sem það vantaði einn mann á æfinguna í gær brá Freyr Alexandersson aðstoðarlandsliðsþjálfari sér í hlutverk miðvarðar í spilinu.

Sjá einnig:
Fyrsti æfingadagur að baki í Doha
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner