Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 09. janúar 2019 20:32
Brynjar Ingi Erluson
Klopp reiknar ekki með því að kaupa miðvörð
Það eru mikil meiðslavandræði hjá Liverpool
Það eru mikil meiðslavandræði hjá Liverpool
Mynd: Getty Images
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool á Englandi, býst ekki við því að kaupa annan miðvörð til félagsins í janúar.

Jólatörnin hefur tekið á Liverpool en mikil meiðsli eru á miðvörðum liðsins.

Joe Gomez hefur verið frá síðustu vikur og misst af sex leikjum á meðan Joel Matip hefur misst af síðustu fimm leikjum. Virgil van Dijk hefur þá verið að glíma við smávægileg meiðsli og Dejan Lovren fór meiddur af velli gegn Wolves í FA-bikarnum á dögunum.

Fabinho hefur þurft að leysa af í vörninni og gerði það vel gegn Wolves en hann kann þó betur við sig á miðjunni. Blaðamenn spurðu Klopp út í meiðslavandræðin og hvort hann ætlaði sér ekki að kaupa annan varnarmann en hann reiknar ekki með því.

„Eina landið sem er spurt að svona spurningum er England og þar er allt leyst með því að kaupa bara annan leikmann. Við erum með fjóra miðverði og í augnablikinu eru þrír eða tveir og hálfur frá vegna meiðsla og við verðum að vinna úr því," sagði Klopp.

„Við þurfum þá til baka en við getum ekki bara keypt fimma miðvörðinn og sagt við hann að hann spili næstu tvær vikurnar og eftir það koma hinir inn," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner