Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mið 09. janúar 2019 23:26
Brynjar Ingi Erluson
Sergio Ramos kominn í 100 marka klúbbinn
Sergio Ramos
Sergio Ramos
Mynd: Getty Images
Vítaspyrnumark Sergio Ramos í 3-0 sigri Real Madrid á Leganes í kvöld var afar þýðingarmikið fyrir kappann en það var 100. mark hans á ferlinum.

Ramos er aðeins 32 ára gamall og þegar kominn með 100 mörk en þetta svipar til Fernando Hierro sem lék lengi vel með Real Madrid og spænska landsliðinu. Hierro skoraði 163 mörk á sínum ferli.

Ramos gerði markið úr vítaspyrnu gegn Leganes sem kom honum í 100 marka klúbbinn.

Hann hefur skorað 17 mörk fyrir spænska landsliðið og 82 mörk fyrir Real Madrid. Eitt mark gerði hann þá fyrir Sevilla.

Ramos skoraði 10 mörk tímabilið 2016-2017 og stefnir í að hann bæti það met en hann er kominn með 7 mörk á þessari leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner
banner