mið 09. janúar 2019 21:54
Brynjar Ingi Erluson
Sigur Man City sá stærsti í undanúrslitum í bikarkeppni
Manchester City komst í sögubækurnar í kvöld
Manchester City komst í sögubækurnar í kvöld
Mynd: Getty Images
Manchester City er langstærsta umræðuefni Englands í kvöld eftir 9-0 sigur á Burton í undanúrslitum enska deildabikarsins. Það var farið yfir sögubækurnar eftir leikinn.

Gabriel Jesus skoraði fjögur mörk auk þess sem Oleksandr Zinchenko, Kevin De Bruyne, Kyle Walker, Riyad Mahrez og Phil Foden komust á blað.

Stærsti sigur City frá upphafi kom gegn Huddersfield árið 1987 er liðið vann 10-1 sigur. Þá vann liðið Lincoln City árið 1895 11-3 en aðeins með átta mörk i plús.

Þetta er stærsti sigurinn í sögu undanúrslita í bikarkeppnum á Englandi en ekkert lið hefur tekist að vinna jafn stórt.

Liverpool vann Fulham 10-0 í þessari bikarkeppni árið 1985 en þó ekki í undanúrslitum.

City er búið að skora 16 mörk í síðustu tveimur leikjum sínum en liðið vann Rotherham United 7-0 í síðasta leik í FA-bikarnum.



Athugasemdir
banner
banner