Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mið 09. janúar 2019 22:34
Brynjar Ingi Erluson
Spænski konungsbikarinn: Öruggt hjá Real Madrid
Leikmenn Real Madrid fagna sigrinum í kvöld
Leikmenn Real Madrid fagna sigrinum í kvöld
Mynd: Getty Images
Fjórir leikir fóru fram í spænska konungsbikarnum í gær og í kvöld en þetta voru fyrri leikirnir í 16-liða úrslitum. Real Madrid vann öruggan 3-0 sigur á Leganes.

Madrídingar hafa átt erfitt tímabil bæði undir stjórn Julen Lopetegui sem var látinn fara og einnig undir Santiago Solari sem er tímabundinn þjálfari liðsins.

Liðið vann þó 3-0 í kvöld þar sem Sergio Ramos skoraði úr vítaspyrnu áður en Lucas Vazquez og Vinicius Junior bættu við mörkum. Þessi ungi Brasilíumaður lagði einng upp mark í leiknum.

Getafe vann þá Real Valladolid 1-0 og Villarreal gerði 2-2 jafntefli við Espanyol. Girona gerði þá 1-1 jafntefli gegn Atlético Madrid en í gær tapaði Valencia óvænt fyrir Sporting Gijon, 2-1.

Úrslit og markaskorarar:

Sporting Gijon 2 - 1 Valencia
1-0 Javier Noblejas ('34 )
1-1 Daniel Parejo ('45 )
2-1 Nick Blackman ('79 )

Real Madrid 3 - 0 Leganes
1-0 Sergio Ramos ('44 )
2-0 Lucas Vazquez ('68 )
3-0 Vinicius Junior ('77 )

Girona 1 - 1 Atletico Madrid
0-1 Antoine Griezmann ('9 )
1-1 Anthony Lozano ('34 )

Getafe 1 - 0 Real Valladolid
1-0 Angel Rodriguez ('90 )

Villarreal 2 - 2 Espanyol
0-1 Sergi Darder ('15 )
0-2 Alex Lopez ('72 )
1-2 Karl Toko Ekambi ('85 )
2-2 Carlos Bacca ('89 )
Athugasemdir
banner
banner