Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 09. janúar 2021 13:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bæta við skiptingu ef leikmaður fær heilahristing á HM félagsliða
Bayern tekur þátt á mótinu. Þeir unnu Meistaradeild Evrópu.
Bayern tekur þátt á mótinu. Þeir unnu Meistaradeild Evrópu.
Mynd: Getty Images
HM félagsliða í Katar fer fram í næsta mánuði þar sem sigurvegarar Meistaradeildar frá öllum heimsálfum eigast við, ásamt deildarmeisturum frá landinu sem spilað er í. Í þetta sinn verður spilað í Katar.

FIFA mun prófa nýjung á mótinu sem fer fram í næsta mánuði.

Verið er að skoða að bæta nýrri reglu við fótboltann í tilraun til að takmarka neikvæð áhrif höfuðmeiðsla á heilsu leikmanna. Nýja reglan segir að lið megi gera skiptingu ef leikmaður fær heilahristing, þó liðið sé búið með allar skiptingar þegar atvikið á sér stað.

Það verður spennandi að sjá hvernig þetta mun takast en þessi nýja reglu verður væntanlega á einhverjum tímapunkti prófuð í enska boltanum. Heilahristingar hafa verið mikið í umræðunni á Englandi eftir að sífellt fleiri goðsagnir úr enska boltanum hafa greinst með elliglöp og aðrar heilaskemmdir á undanförnum árum.

Tigres frá Mexíkó, Al Ahly frá Egyptlandi, Bayen München frá Þýskalandi, Ulsan frá Suður-Kóreu, Auckland City frá Nýja-Sjálandi, Al Duhail frá Katar munu taka þátt á mótinu. Enn á eftir að ráðast hvaða lið vinnur Meistaradeild Suður-Ameríku.
Athugasemdir
banner
banner