Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 09. janúar 2021 14:44
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Chorley græðir vel - Syngja alltaf lag Adele í klefanum
Mynd: Getty Images
Chorley úr sjöttu efstu deild England er komið áfram í 32-liða úrslit enska FA-bikarsins eftir sigur á Derby County sem er í næst efstu deild.

Derby mætti ekki með leikmenn úr aðalliði sínu í þennan leik vegna hópsmits hjá félaginu. Wayne Rooney, stjóri Derby, var heldur ekki á hliðarlínunni. Chorley náði að vinna leikinn 2-0 gegn leikmönnum úr U23 og U18 liðum Derby.

Þetta er frábært lítið félag eins og Chorley sem mun að sögn fjölmiðlamannsins Rob Harris hafa grætt meira en 200 þúsund pund (rúmar 34,6 milljónir íslenskra króna) á þessu bikarævintýri sínu, jafnvel þó að það séu ekki áhorfendur á vellinum. Chorley fær pening fyrir að komast áfram og fyrir að komast í sjónvarpið.

Leikmenn liðsins hafa gert það að hefð að syngja lagið Someone Like You með Adele eftir hvern sigurleik í bikarnum. Það gerðu þeir líka eftir leikinn í dag.

Chorley, sem er í tíunda sæti noðurhluta sjöttu deildar, er búið að slá út núna Gateshead, York City, Wigan, Peterborough og Derby í þessari elstu og virtustu bikarkeppni í heimi. Öll þessi lið, nema Gateshead, eru hærra skrifuð en Chorley ef miðað er við stöðuna í deildarkeppni á Englandi.


Athugasemdir
banner
banner
banner