lau 09. janúar 2021 09:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Efni í heila bíómynd það sem hann lætur stundum út úr sér á æfingum"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurbjörn Örn Hreiðarsson tók við sem þjálfari Grindavíkur eftir tímabilið 2019. Bjössa, eins og hann er langoftast kallaður, kannast margir við frá tíma hans hjá Val en þar lék hann lengstum á sínum knattspyrnuferli og var í teymi með Ólafi Jóhannessyni áður en hann hélt til Grindavíkur.

Gunnar Þorsteinsson var í viðtali á dögunum þar sem hann fór yfir síðasta tímabil og hans ákvörðun að leggja takkaskóna ótímabundið á hilluna. Gunnar var spurður hvort það hefði verið auðvelt að segja við Bjössa að hann yrði ekki áfram hjá Grindavík tímaiblið 2021. Svarið hér er endurbirt úr seinni hluta viðtalsins.

,„Ég lét þá alla vita um leið og ég komst inn, sem var í febrúar, fyrir tímabilið - ég var að renna út á samningi.“-

„Bjössi er náttúrulega mjög fyrirferðamikill í umræðunni, eðlilega, það eru fáir sem er jafn skemmtilegt að hlusta á. Ræðurnar hans fyrir æfingar hjá honum, það er efni í heila bíómynd það sem hann lætur stundum út úr sér á æfingum. Eina vandamálið við það er að yngri leikmenn þeir skilja ekki orð af því sem hann segir því orðaforðinn er mjög fjölskrúðugur. Það hefur oft hálf upphitunin farið í að útskýra fyrir þeim hvað Bjössi var að segja.“

-„Hann og Óli Brynjólfs eru ótrúlega gott teymi saman og lögðu hlutina mjög vel upp. Óli býr yfir stóískri ró og lærði sjálfur í Bandaríkjunum einmitt. Þeir sýndu þessu strax skilning og ég útskýrði þetta fyrir þeim eins og ég hef gert hér. Þetta var aldrei neitt mál eða nein kergja af þeirra hálfu. Þeir spurðu hvort ég gæti eitthvað spilað en ég hef engin tök á því, kem ekkert heim um sumarið. Allt fór fram með vinsemd og virðingu,"
sagði Gunnar.

Fyrri hluti: „Finnst að mín köllun sé að ljúka fótboltakaflanum í bili"
Seinni hluti: Þveröfugt við Man Utd undir stjórn Sir Alex - „Þú ferð í baklás"
Athugasemdir
banner
banner
banner