Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 09. janúar 2021 17:49
Aksentije Milisic
FA-bikarinn: Burnley áfram eftir vítaspyrnukeppni - Daníel spilaði í sigri á WBA
Tæpt var það hjá Burnley.
Tæpt var það hjá Burnley.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Þremur leikjum var að ljúka í þriðju umferð FA bikarsins en þeir fóru allir í framlengingu.

QPR og Fulham mættust í Lundúnarslag og var staðan 0-0 eftir venjulegan leiktíma. Úrvalsdeildarliðið hafði hins vegar betur í framlengingunni þar sem Neeskens Kebano og Bobby Reid skoruðu í fyrri hálfleiknum og gerðu út um leikinn.

Burnley mætti MK Dons á heimavelli þar sem Jóhann Berg Guðmundsson spilaði 83. mínútur. Matej Vydra jafnaði metin fyrir Burnley í uppbótartíma fyrir heimamenn og kom þannig leiknum í framlengingu.

Ekkert var skorað í framlengingunni og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni. MK Dons byrjaði keppnina betur og var 2-0 yfir en Burnley tókst að snúa taflinu við og vinna að lokum 4-3.

Daníel Leó Grétarsson og félagar í Blackpool, sem eru í C-deild, mættu úrvalsdeildarliðinu WBA á heimavelli. Staðan eftir venjulega leiktíma endaði 2-2 og ekkert var skorað í framlengingunni.

Blackpool hafði betur í vítaspyrnukeppnninni og fer áfram. Daníel spilaði 99. mínútur í leiknum.

QPR 0 - 2 Fulham
0-1 Bobby Reid ('104 )
0-2 Neeskens Kebano ('105 )

Burnley 1 - 1 Milton Keynes Dons ( 4-3 eftir vítaspyrnukeppni)
0-1 Cameron Jerome ('29 )
1-1 Matej Vydra ('90 )

Blackpool 2 - 2 West Brom ( 3-2 eftir vítaspyrnukeppni)
1-0 Jerry Yates ('41 )
1-1 Semi Ajayi ('52 )
2-1 Gary Madine ('66 )
2-2 Matheus Pereira ('80 , víti)

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner