Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 09. janúar 2021 17:01
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
FA-bikarinn: Tvö Íslendingalið í framlengingu
Vydra jafnaði metin fyrir Burnley í uppbótartíma.
Vydra jafnaði metin fyrir Burnley í uppbótartíma.
Mynd: Getty Images
Joshua King skoraði þrennu fyrir Bournemouth.
Joshua King skoraði þrennu fyrir Bournemouth.
Mynd: Getty Images
Lærisveinar Chris Wilder í Sheffield United eru komnir áfram.
Lærisveinar Chris Wilder í Sheffield United eru komnir áfram.
Mynd: Getty Images
Það var átta leikjum að ljúka í enska FA-bikarnum og voru tveir að fara í framlengingu.

Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í Burnley eru að fara í framlengingu gegn MK Dons, sem er í C-deild. Matej Vydra jafnaði metin fyrir Burnley í uppbótartíma eftir að Cameron Jerome hafði komið MK Dons yfir.

Jóhann Berg, sem er að stíga upp úr meiðslum, spilaði 83 mínútur í leiknum.



Ásamt Burnley þá eru tvö önnur úrvalsdeildarfélög á leið í framlengingu. Fulham og West Brom eru á leið í framlengingu gegn liðum úr B-deild og C-deild. Daníel Leó Grétarsson er inn á hjá Blackpool sem er að gera 2-2 jafntefli við West Brom á leið í framlengingu, en Blackpool er í C-deild.

Bournemouth, Swansea, Doncaster, Leicester, Wycombe, Sheffield Wednesday og Sheffield United eru komnin áfram. Sheffield United, sem er á botni úrvalsdeildarinnar, lenti í vandræðum með Bristol Rovers, sem er í C-deild, en náði að klára þann leik 3-2.

Með því að byrjunarliði Burnley sem mætir MK Dons klukkan 15:00. Með því að smella hérna má skoða alla leiki dagsins.

Blackpool 2 - 2 West Brom (framlenging)
1-0 Jerry Yates ('41 )
1-1 Semi Ajayi ('52 )
2-1 Gary Madine ('66 )
2-2 Matheus Pereira ('80 , víti)

Bristol Rovers 2 - 3 Sheffield Utd
0-1 Joe Day ('6 , sjálfsmark)
1-1 Alfie Kilgour ('21 )
1-2 Oliver Burke ('59 )
2-2 Max Ehmer ('62 )
2-3 Jayden Bogle ('63 )

Burnley 1 - 1 Milton Keynes Dons (framlenging)
0-1 Cameron Jerome ('29 )
1-1 Matej Vydra ('90 )

Exeter 0 - 2 Sheffield Wed
0-1 Adam Reach ('27 )
0-2 Callum Paterson ('90 )

Bournemouth 4 - 1 Oldham
1-0 Joshua King ('43 )
1-1 Dylan Bahamboula ('45 , víti)
2-1 Rodrigo Riquelme ('49 )
3-1 Joshua King ('74 )
4-1 Joshua King ('86 )

QPR 0 - 0 Fulham (framlenging)

Stevenage 0 - 2 Swansea
0-1 Wayne Routledge ('7 )
0-2 Viktor Gyökeres ('50 )

Stoke City 0 - 4 Leicester City
0-1 James Justin ('34 )
0-2 Marc Albrighton ('59 )
0-3 Ayoze Perez ('79 )
0-4 Harvey Barnes ('81 )

Wycombe Wanderers 4 - 1 Preston NE
1-0 Fred Onyedinma ('3 )
2-0 Joe Jacobson ('9 , víti)
3-0 Josh Knight ('25 )
3-1 Emil Riis Jakobsen ('43 , víti)
4-1 Alex Samuel ('82 )

Önnur úrslit í dag:
FA-bikarinn: Chorley úr sjöttu deild áfram eftir sigur á Derby
Athugasemdir
banner
banner
banner