Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   lau 09. janúar 2021 12:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Man Utd kaupir ekki Moises Caicedo
Þykir efnilegur.
Þykir efnilegur.
Mynd: Getty Images
Manchester United ætlar sér ekki að kaupa miðjumanninn Moises Caicedo frá Independiente del Valle í Ekvador.

Caicedo er 19 ára gamall miðjumaður frá Ekvador, en talað hefur verið um það að Man Utd væri að festa kaup á honum fyrir 4,5 milljónir punda.

Samkvæmt ítalska fjölmiðlamanninum Fabrizio Romano var draumur hans að fara til United en félagið hefur ákveðið að kaupa hann. Romano segir að Brighton sé búið að gera formlegt tilboð í leikmanninn en önnur félög hafi einnig áhuga.

Caicedo spilaði sína fyrstu landsleiki fyrir Ekvador í október. Caicedo hefur talað um það að hann líti mikið upp til Paul Pogba, miðjumanns Man Utd, og N'Golo Kante, miðjumanns Chelsea.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner