Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 09. janúar 2021 17:20
Aksentije Milisic
Morrison riftir samningi sínum við ADO Den Haag
Mynd: Getty Images
Ravel Morrison er búinn að rifta samningi sínum við hollenska félagið ADO Den Haag eftir einungis fjóra mánuði hjá félaginu.

Hinn 27 ára gamli Morrison er nú án félags en hann og klúbburinn komust að samkomulagi um að rifta samningnum.

Þessi fyrrverandi leikmaður Manchester United og West Ham skrifaði undir eins árs samning við ADO Den Haag í september á síðasta ári.

Morrison vildi sjálfur rifta samningnum og félagið ákvað að samþykkja þessa beiðni hans.

„Við þökkum Morrison fyrir hans tíma hér og við óskum honum alls hins besta í framtíðinni," sagði í yfirlýsingu frá félaginu.

Morrison var talinn mikið efni þegar hann var ungur leikmaður hjá Manchester United en ekki hefur tekist að rætast úr ferli hans til þessa.
Athugasemdir
banner