Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 09. janúar 2021 09:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mun Aguero yfirgefa Man City fyrir París?
Powerade
Sergio Aguero hefur verið hjá Manchester City frá 2011.
Sergio Aguero hefur verið hjá Manchester City frá 2011.
Mynd: Getty Images
Özil gæti verið á leið til Tyrklands.
Özil gæti verið á leið til Tyrklands.
Mynd: Getty Images
Umboðsmaður Milik segir bestu félög ensku úrvalsdeildarinnar á eftir skjólstæðingi sínum.
Umboðsmaður Milik segir bestu félög ensku úrvalsdeildarinnar á eftir skjólstæðingi sínum.
Mynd: Getty Images
Það er nóg að frétta í slúðri dagsins enda er janúarglugginn kominn á fleygiferð.

Mauricio Pochettino, stjóri Paris Saint-Germain, vill fá Sergio Aguero (32) frá Manchester City þegar samningur hans rennur út næsta sumar. (Mirror)

Mesut Özil (32), miðjumaður Arsenal, er í viðræðum um að ganga í raðir tyrkneska félagsins Fenerbahce á láni út leiktíðina. Arsenal vill sleppa við það að greiða hluta af launum hans, en hann fær 350 þúsund pund í vikulaun. (Guardian)

Julian Brandt (24), kantmaður Borussia Dortmund hefur verið orðaður við Arsenal en þýska úrvalsdeildarfélagið er tilbúið að selja hann. (Bild)

Tottenham hefur áhuga á Eder Militao (22), varnarmanni Real Madrid. (Mundo Deportivo)

Toby Alderweireld (31), miðvörður Tottenham, er á óskalista PSV Eindhoven í Hollandi. (De Telegraf)

Valencia hefur rætt við Tottenham varðandi miðjumanninn Harry Winks (24) en er ekki tilbúið að borga það sem Tottenham óskast eftir. (AS)

Kieran Trippier (30), hægri bakvörður Atletico Madrid, hafði mikinn áhuga á að fara til Manchester United í þessum mánuði. Ólíklegt er að það gerist eftir að leikmaðurinn var dæmdur í tíu vikna bann frá fótbolta fyrir að brjóta veðmálareglur. (Talksport)

Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, segir að argentísku landsliðsmennirnir, Marcos Rojo (30) og Sergio Romero (33) megi báðir yfirgefa félagið í þessum mánuði. (MEN)

West Ham er að leita sér að sóknarmanni eftir að Sebastian Haller fór til Ajax. Eddie Nketiah (21), sóknarmaður Arsenal, er möguleiki ásamt Joshua King (28) hjá Bournemouth og Boulaye Dia (24), sóknarmanni Stade Reims í Frakklandi. (London Evening Standard)

Carlo Ancelotti, stjóri Everton, segir að félagið sé ekki að ræða við ítalska félagið Roma um sölu á brasilíska kantmanninum Bernard (28). (Liverpool Echo)

En Ancelotti er tilbúinn að selja Moise Kean (20) til PSG ef Parísarliðið vill kaupa hann. Kean hefur verið á láni í París á þessari leiktíð. (Guardian)

Brandon Williams (20), vinstri bakvörður Manchester United, langar að fara á láni til annars félags í úrvalsdeildinni. Newcastle og Southampton eru orðuð við hann. (MEN)

Celtic er í viðræðum við Leicester um kaup á króatíska miðverðinum Filip Benkovic (23) sem var á láni hjá Celtic 2018-19 tímabilið. (Sky Sports)

Cardiff, sem leikur í Championship-deildinni á Englandi, er ekki að plana það að fá sóknarmaninn Tyler Roberts (21) á láni frá Leeds í þessum mánuði. (Wales Online)

Leeds hefur áhuga á Jason Knight og Louie Sibley, efnilegum miðjumönnum Derby County. (Football Insider)

Omar Richards (22), vinstri bakvörður Reading á Englandi, er nálægt því að semja við Evrópumeistara Bayern München. Samningur hans við Reading rennur út næsta sumar. (Sky Sports)

Sóknarmaðurinn Arkadiusz Milik (26) rennur út á samningi hjá Napoli næsta sumar en hann virðist ekki vera inn í myndinni þar. Umboðsmaður hans segir bestu félög ensku úrvalsdeildarinnar vera á eftir honum. (Sun)

Ekki eru miklar líkur á því að miðjumaðurinn Hamza Choudhury (23) yfirgefi Leicester og fari til Newcastle á láni. (Newcastle Chronicle)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner