lau 09. janúar 2021 15:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
OB: Aron Elís hefur glímt við meiðsli - Koma Svenna kom á óvart
Sveinn Aron
Sveinn Aron
Mynd: Getty Images
Aron Elís
Aron Elís
Mynd: Getty Images
Jakob Michelsen
Jakob Michelsen
Mynd: Getty Images
OB er með marga framherja en Svenni er kannski svolítið 'unique'
OB er með marga framherja en Svenni er kannski svolítið 'unique'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
OB Odense er í 9. sæti dönsku Superliga. Hjá liðinu leika þeir Aron Elís Þrándarson og Sveinn Aron Guðjohnsen, Svenni er að láni frá Spezia á Ítalíu.

Hvorki Aron né Svenni hafa spilað mikið til þessa á leiktíðinni. Fótboli.net heyrði í Orra Rafni Sigurðarsyni, fyrrum fréttaritara á síðunni og nú starfsmanns Viaplay í Danmörku. Orri fylgist vel með dönsku deildunum. Superliga hefst að nýju eftir vetrarfrí eftir mánuð.

Hvað er að frétta í Óðinsvéum?

„Liðið er í 9. sæti sem er að mínu viti óásættanlegt hjá þessu félagi. Liðið á að mínu mati að vera eitt af topp sex liðunum. Þjálfarinn Jakob Michelsen er ekki að heilla mig með því sem liðið er að sýna og mun hann yfirgefa félagið í sumar þegar samningur hans rennur út," sagði Orri.

Aron Elís var í þokkalega stóru hlutverki eftir að hann kom frá Álasund. Hvað hefur breyst?

„Aron hefur verið að glíma við meiðsli og var ekki með í undirbúningsleikjum. Hann var svo að koma inn á af bekknum í deildinni en spilaði í bikarnum. Ég myndi segja að Aron hefur verið óheppinn með meiðsli og þá var Emmanuel Sabbi keyptur til félagsins og hann hefur spilað flesta leiki á hægri vængnum."

„Ofan á það var Aron oft að spila á hægri væng í 4-4-2 eða hægra megin á þriggja manna miðju í 3-5-2. Á þessari leiktíð hefur liðið oftast verið í 4-3-3 eða 3-4-3."


Hvað með Svein Aron, hvað hugsaðiru þegar Svenni kom til OB?

„Þetta kom mér mjög á óvart þegar Svenni kom í OB. OB er með marga framherja en Svenni er kannski svolítið 'unique', það er mikill kraftur í honum og gefur liðinu aðra vídd þegar hann er inn á vellinum, upp á fyrirgjafir og slíkt. Svenni hefur ekki fengið marga sénsa en mér fannst skrítið að hann var ekkert notaður í lokaleiknum fyrir jól gegn FCK. Svenni hafði skorað í tveimur leikjum í röð og spilaði seinni hálfleikinn gegn Midtjylland í jafntefli gegn toppliðinu. Svo ákvað Mikkelsen að nota hann ekki gegn FCK."

„Svenni er í smá samkeppni við Mikkel Hyllegaard um mínútur en Issam Jebali virðist vera með framherjastöðuna á lás."


Sérðu fram á að Íslendingarnir fái fleiri tækifæri eftir áramót?

„Ég vona það. Aron var meiddur núna undir lok fyrri hlutans og vonandi nær hann að tjasla sér saman og vera klár þegar tímabilið byrjar aftur. Það vita allir að hann býr yfir miklum gæðum og töfrum í sínum fótum, verið í landsliðshópum og hefur sýnt að hann getur tekið yfir leiki. Svenni er í mikilli samkeppni og er kannski ekki mjög 'flexible' þegar kemur að því að spila í öðrum stöðum á vellinum en sem fremsti maður. Aron Elís getur leyst bæði stöður á miðjunni sem og á vængnum sem gefur honum aukna möguleika."

Kom það þér á óvart að Mikkelsen klárar samninginn sinn?

„Kannski ekki þegar horft er í að það þyrfti líklega að greiða honum laun út samninginn. Hann hefur ekki heillað mig og 9. sætið er óviðunandi. Það mun koma nýr þjálfari inn fyrir næsta tímabil, OB á að vera félag sem endar í efri hluta deildarinnar."

Fleira um danska boltann með Orra:
Hjörtur og hans staða hjá Bröndby - „Erfitt að réttlæta að hann spili"
Athugasemdir
banner
banner
banner