lau 09. janúar 2021 18:35
Aksentije Milisic
Sheffield United eina liðið sem hefur ekki unnið leik í topp fimm deildunum
Gengur illa hjá Wilder.
Gengur illa hjá Wilder.
Mynd: Getty Images
Sheffield United situr á botni ensku úrvalsdeildarinnar með einungis tvö stig eftir sautján leiki.

Liðinu hefur gengið bölvanlega á þessari leiktíð eftir frábæra leiktíð í fyrra, en þá var liðið nýliðar í deildinni og var lengi vel í baráttunni um Evrópusæti.

Schalke 04, sem hafði ekki unnið í 30 leikjum í röð í þýsku úrvalsdeildinni, vann stórsigur í dag á Hoffenheim og var þetta fyrsti sigur liðsins á tímabilinu.

Matthew Hoppe, 19 ára gamall Bandaríkjamaður, gerði þrennu í leiknum og því tókst Schalke loksins að sigla þremur stigum heim.

Sheffield á heimaleik gegn Newcastle þann 12. janúar næstkomandi og spurning hvort liðinu takist að vinna loksins deildarleik og losna við þennan stimpil að vera eina liðið í topp fimm deildum Evrópu sem hefur enn ekki unnið leik, þegar tímabilið er að verða hálfnað.


Athugasemdir
banner
banner
banner