banner
   lau 09. janúar 2021 19:22
Aksentije Milisic
Spánn: Griezmann og Messi sáu um Granada
Leikmenn Barcelona fagna í dag.
Leikmenn Barcelona fagna í dag.
Mynd: Getty Images
Granada CF 0 - 4 Barcelona
0-1 Antoine Griezmann ('12 )
0-2 Lionel Andres Messi ('35 )
0-3 Lionel Andres Messi ('42 )
0-4 Antoine Griezmann ('63 )

Öðrum leik dagsins í La Liga deildinni á Spáni var að ljúka en þar áttust Granada og Barcelona við.

Gestirnir áttu ekki í vandræðum með Granada í dag og það voru þeir Antoine Griezmann og Lionel Messi sem sáu um mörkin fyrir Börsunga í dag.

Antoine Griezmann kom Barcelona yfir strax á 12. mínútu og hann lagði síðan upp mark á Lionel Messi á þeirri 35 og staðan því 2-0.

Í lok fyrri hálfleiks fékk Barcelona aukaspyrnu. Heimamenn stilltu upp varnarvegg og það var einn leikmaður þeirra sem var liggjandi fyrir bakvið vegginn eins og er í tísku í dag.

Það stoppaði hins vegar ekki Messi. Hann setti boltann undir vegginn, framhjá liggjandi varnarmanninum og í netið. Frábært mark hjá Messi.

Staðan 3-0 í hálfleik og leikurinn í raun búinn. Gestirnir bættu við einu marki í síðari hálfleik og það var Griezmann sem gerði það, tvenna hjá honum í dag eins og hjá Messi.

Með sigrinum fer Barcelona upp í þriðja sætið en Granada er í því sjöunda.
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 29 22 6 1 64 20 +44 72
2 Barcelona 29 19 7 3 60 34 +26 64
3 Girona 29 19 5 5 59 34 +25 62
4 Athletic 29 16 8 5 50 26 +24 56
5 Atletico Madrid 29 17 4 8 54 34 +20 55
6 Real Sociedad 29 12 10 7 42 31 +11 46
7 Betis 29 10 12 7 34 33 +1 42
8 Valencia 28 11 7 10 32 32 0 40
9 Getafe 29 9 11 9 37 42 -5 38
10 Villarreal 29 10 8 11 47 51 -4 38
11 Las Palmas 29 10 7 12 29 32 -3 37
12 Osasuna 29 10 6 13 33 43 -10 36
13 Alaves 29 8 8 13 26 35 -9 32
14 Mallorca 29 6 12 11 25 35 -10 30
15 Vallecano 29 6 11 12 25 38 -13 29
16 Sevilla 29 6 10 13 36 44 -8 28
17 Celta 29 6 9 14 32 44 -12 27
18 Cadiz 29 3 13 13 20 40 -20 22
19 Granada CF 28 2 8 18 30 58 -28 14
20 Almeria 29 1 10 18 28 57 -29 13
Athugasemdir
banner
banner
banner