Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 09. janúar 2021 16:24
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þýskaland: Schalke vann loksins eftir 30 leiki án sigurs
Ozan Kabak heldur utan um Matthew Hoppe sem skoraði þrennu fyrir Schalke.
Ozan Kabak heldur utan um Matthew Hoppe sem skoraði þrennu fyrir Schalke.
Mynd: Getty Images
Það voru mjög merkileg úrslit í þýsku úrvalsdeildinni í dag þar sem Schalke vann gríðarlega langþráðan sigur.

Schalke hafði ekki unnið í 30 leikjum í röð í þýsku úrvalsdeildinni fyrir leikinn í dag. Liðið hefði getað jafnað met Tasmania Berlín frá 1965 ef liðinu hefði ekki tekist að vinna í dag.

Svo fór að Schalke jafnaði ekki metið. Liðið burstaði Hoffenheim, 4-0. Matthew Hoppe, 19 ára gamall Bandaríkjamaður, fór á kostum í liði Schalke og skoraði þrennu. Hann er fyrsti Bandaríkjamaðurinn sem skorar þrennu í deild þeirra bestu í Þýskalandi.

Schalke er komið upp í 17. sæti og er núna fjórum stigum frá öruggu sæti; útlitið mikið betra. Hoffenheim er í 14. sæti eftir þetta tap.

Freiburg og Eintracht Frankfurt unnu einnig sína leiki. Bayer Leverkusen gerði jafntefli við Werder Bremen og Union Berlín gerði jafntefli við Wolfsburg.

Bayer 1 - 1 Werder
0-1 Omer Toprak ('52 )
1-1 Patrik Schick ('70 )

Freiburg 5 - 0 Koln
1-0 Ermedin Demirovic ('18 )
2-0 Nicolas Hofler ('39 )
3-0 Roland Sallai ('59 )
4-0 Philipp Lienhart ('69 )
5-0 Lucas Holer ('79 )

Union Berlin 2 - 2 Wolfsburg
0-1 Renato Steffen ('10 )
1-1 Sheraldo Becker ('29 , víti)
2-1 Robert Andrich ('52 )
2-2 Wout Weghorst ('66 , víti)
Rautt spjald: Maximilian Arnold, Wolfsburg ('50)

Schalke 04 4 - 0 Hoffenheim
1-0 Matthew Hoppe ('42 )
2-0 Matthew Hoppe ('57 )
3-0 Matthew Hoppe ('63 )
4-0 Amine Harit ('79 )

Mainz 0 - 2 Eintracht Frankfurt
0-1 Andre Silva ('24 , víti)
0-2 Andre Silva ('72 , víti)
Athugasemdir
banner
banner