Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 09. janúar 2022 16:21
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarlið Nottingham Forest og Arsenal: Patino byrjar
Charlie Patino.
Charlie Patino.
Mynd: Arsenal
Síðasti leikur dagsins í enska FA-bikarnum er viðureign Nottingham Forest og Arsenal klukkan 17:10.

Charlie Patino, 18 ára Englendingur, kom inn af bekknum hjá Arsenal og skoraði í sigri gegn Sunderland í deildabikarnum í síðasta mánuði. Hann byrjar sinn fyrsta leik fyrir aðalliðið í dag.

Patino er fæddur í Watford og hefur leikið fyrir yngri landslið Englands en hann er löglegur með Spáni í gegnum föðurættina og hefur þegar verið orðaður við Barcelona.

Forest mætir með öflugt lið til leiks á meðan Arsenal breytir miklu. Það verður áhugavert að sjá hvernig þessi leikur spilast.

Byrjunarlið Nottingham Forest: Samba, Spence, Worrall, Colback, Davis, Zinckernagel, Johnson, Yates, McKenna, Cook, Garner.
(Varamenn: Horvath, Figueiredo, Grabban, Carvalho, Bong, Cafu, Silva, Ojeda, Taylor)

Byrjunarlið Arsenal: Leno, Cedric, White, Holding, Tavares, Sambi Lokonga, Patino, Saka, Ödegaard, Martinelli, Nketiah.
(Varamenn: Ramsdale, Tierney, Chambers, Mari, Lacazette, Kolasinac, Biereth, Salah-Eddine, Huchtinson).
Athugasemdir
banner
banner
banner